Wednesday, June 3, 2009

Hárið á mér er í klessu. ég hef alltaf heyrt talað um að hárið á konum sé æðislegt á meðgöngunni. Það fór alveg fram hjá mér. Ég var sennilega of upptekin af því að vera með höfuðið á kafi ofan í postulíninu til að taka eftir því hvað haddurinn glansaði af heilbrigði. Svo kom fæðingin og nú brjóstagjöfin og það er skemmst frá því að segja að ég er komin með kollvik sem bræður mínir mættu vera stoltir af. Þess utan er hárið á mér ekki alveg búið að ákveða hvort það er slétt eða krullað svo nú er það eitthvert dularfullt millistig. Úfið og andstyggilegt. Það er voða fínt þegar ég er búin að strauja það en hver má vera að því að strauja það á hverjum degi. Nei best er að ganga bara með það í klemmu eða hnút alla daga. Það kemur líka í veg fyrir að blesað pínkubarnið reyti í burt það litla sem er eftir.

No comments:

Post a Comment