Wednesday, September 2, 2009

Heimanám

Í morgunútvarpinu á Rás2 er rætt við einn sérfræðing í hverri viku. Í þessari viku, í morgun, var rætt við prófesor á mentasviði Háskóla Íslands, sérfræðing í málefnum nemenda. Fyrst ræddu þáttastrjórnendur við hana vítt og breitt um þær spurningar sem vakna í skólabyrjun ár hvert og síðan var síminn opnaður. Hlustendum var fjálst að spyrja um hvaðeina sem þeim lá á hjarta en aðeins eitt málefni bar á góma, börn og heimanám.

Allir sem hringdu inn sungu sama sönginn. Er heimanám ekki útelt og algjör óþarfi. Á nám ekki að fara fram að öllu leyti í skólanum. Við fullorðna fólkið reynum eftir fremsta megni að taka ekki vinnuna með okkur heim en svo ætlumst við til að börnin okkar geri það. Sérfræðingurinn hélt uppi vörnum fyrir heimanámið að vissu marki en þegar á hólminn var komið fannst mér helst að hún væri sammála hlustendum.

Ég er alveg sammála. Dóttir mín hefur frá því hún byrjaði í Kópavogsskóla glímt við allt of mikið heimanám á degi hverjum og ég hef alltaf verið alfarið á móti því. Í 2. og 3. bekk var hún stundum 2 - 3 tíma að klára heimanámið. Fullur vinnudagur fyrir lítið barn. Ég hef oft minnst á þetta við kennarana hennar í gegnum tíðina en fengið lítin hljómgrunn. Einhver hefði kannski haldið að sem fagmanneskja væri ég öryggið uppmálað þegar ég gagnrýni kennara barnsins míns en því er öfugt farið. Ég þori alls ekki að rugga bátnum og hef aldrei hátt eða skammast yfir neinu, eða yfirleitt ekki.

Þessi pistill gefur það auðvitað til kynna að í minni kennslu sé ekki farið fram á neitt heimanám en það er því miður ekki heldur rétt. Að hluta til vegna þess að ég verð að fylgja stefnu skólans sem ég kenni við og að hluta til vegna þess að ég hef ekki haft hugrekki í að marka mér mína eigin stefnu.

Það er rétt að árétta að rétt eins og sérfræðingurinn frá í morgun er ég ekki á móti heimanámi alfarið. Lestur er t.a.m. nauðsynlegur alveg frá fyrsta bekk og upp í þann 10 og til að halda ákveðinni tengingu milli heimilis og skóla er nauðsynlegt að senda ákveðin verkefni og bækur heim til að foreldrar kynnist því sem verið er að gera í skólanum. Ennfremur held ég að á unglingastigi stuðli eitthvað heimanám að agaðri og sjálfstæðari vinnubrögðum svo fremi að langstærsti hluti námsins fari fram í skólanum. Er það ekki málið?

Monday, August 17, 2009

Er ég nokkuð slæm móðir ef mér þykir dásamlegt að sumarfríinu í leikskólanum lauk í morgun og gleðigjafinn fór aftur á leikskólann?
Nei það held ég ekki. Hún er yndisleg og skemmtileg og við erum búnar að hafa það gott í sumarfríinu en hún er líka handfylli svo það var bara fínt að afhenda Brynju og Agnesi hana til umsjónar í morgun. Hún var líka ósköp kát að komast aftur á leikskólann.
Sumarfríinu hans Kjartans hagaði þannig til í sumar að hann gat ekki verið í sumarfríi á sama tíma og hún var í fríi og stóra hjálparhellan mín fór að þvælast um landið með pabba sínum á sama tíma svo ég var að miklu leyti ein með þessar tvær litlu. Ekkert vandamál svo sem en ljómandi gott að leiksólinn ég byrjaður aftur. Nú á ég enn eftir tvo mánuði í fæðingarorlofi með Þórgunni Öglu svo það er jafn gott að nýta tímann vel.
Í morgun nýtti ég tíman einmitt ljómandi vel og skellti mér í laugardalinn í kerrupúl. Algjörlega frábær hugmynd. virkilega góð hreyfing, útivera og sviti. Þórgunni hefur aldrei þótt það sérstaklega góð hugmynd að nota vagninn í annað en að sofa í honum og henni þykir alls ekki skemmtilegt að fara í göngutúra svo hún var ekki skemmtilegasta barnið í hópnum. Hún skal nú læra þetta samt blessunin. Á miðvikudaginn ætla ég nú samt að stíla inn á það að hún sofi á meðan. Held að það sé best.

Tuesday, July 28, 2009

Mikið væri nú ljúft ef yngsta barnið á heimilinu tæki snuddu. Hún hefur talsvert stundað það upp á síðkastið að vakna á nóttunni væntanlega vegna þess að tennurnar eru að pirra hana. Hún vaknar þá alls ekki til að drekka heldur þarf hún bara smá huggun og þá kæmi snuð sér vel.

Annars leit fyrsta tönnin dagsins ljós í vikunni, á meðan við vorum hjá mömmu og pabba. Nú bíð ég bara eftir því að hún feti í fótspor systur sinnar og prófi nýju tennurnar á geirvörtunum hennar mömmu sinnar.

Friday, July 24, 2009

Loksins

Þar settist hún loksins við tölvuna kerlingin. Mónótónískt líf mitt hefur verið svo svæfandi síðan sumarfríinu (skemmtilega stuðlað) hans Kjartans lauk að ég hef ekki haft frá nokkru að segja. Mæðgurnar eru búnar að hafa það notalegt í Þorlákshöfn síðustu vikuna og halda aftur heim á leið í dag. Sundlaugin í Þorlákshöfn fær hæstu einkunn og höfum við því haldið þar mikið til.

Um helstu fréttir hef ég þetta að segja. ESB JESS, Icesave helst ekki, unglingar sem keyra sofandi landshorna á milli; kaupi það ekki alveg hrátt.

Saturday, July 11, 2009

Lífið er yndislegt...

...ég geri það sem ég vil. Skildi maður verða leiður á því til lengdar að vera til???

Ég held varla.

Sunday, July 5, 2009

Frumburðurinn


Til að gæta fyllsta réttlætis þarf auðvitað að fjalla aðeins um frumburðinn líka. Hann er búinn að vera í föðurhúsum og leggur þar stund á reiðlistir. Þetta er þriðja eða fjórða sumarið sem hún er á reiðnámskeiði og er orðin bísna flink. Um helgina er hún til að mynda í tveggja daga reiðtúr útum allar trissur. Þegar við vorum fyrir vestan fékk hún að fara í smá reiðtúr inn í Heydal í Mjóafirði og þar tókum við þessa fínu mynd af henni.

Ég á eina svo dásamlega að það ætti að setja hana á flöskur



Dætur mínar eru allar dásamlegar, hver á sinn hátt, en það vill svo til að miðjan, Iðunn Ösp, er á alveg hrikalega skemmtilegum aldri þessa stundina. Í gær átti að baða dömuna en hún þvertók það með öllu nema hún fengi að fara í jólakjól þegar hún væri búin í baðinu svo hún gæti dansað í honum. Það var auðvitað látið eftir henni og hún fékk að fara í gamlan jólakjól af Kolfinnu Kötlu og dansaði í honum um alla stofuna. Ef alla skyldi kalla.

Þegar hún var orðin leið á að dansa og Þórgunnur hætt að hlæja að henni ákvað hún að skemmta systur sinni enn frekar. Hún fór og sótti uppáhalds bókina sína Litla skrímsli lærir að segja NEI, settist niður og hóf að lesa fyrir hana. Bókina kann hún spjaldanna á milli utan bókar.

„Allt val fliðsælt og hljótt. Þá val bankað á didnal. Hve getura verið. Ó nei sa el stólasklímsli, þá opna ég ekki.