Wednesday, July 1, 2009

Þá er fjölskyldan rétt einu sinni komin heim af flandri. Að þessu sinni var það minni útgáfan af fjölskyldunni sem fór á golfmót í Húsafelli, frumburðurinn er hjá einstaklingnum næstu vikuna. Fjölskyldugolfmótið, JÁ-mótið, er alltaf skemmtilegt en ég held að það hafi aldrei verið skemmtilegra en núna. Þó sló ég ekki eina einustu golfkúlu heldur skrölti bara á eftir hinum, níu holur, með litlurnar mínar í eftirdragi eða hangandi utan á mér. Veðrið og staðsetninginn hafði vitaskuld mikið að segja, hversu vel hepnað þetta var að þessu sinni og sagan hans Krissa af tröllinu á klósettinu, Ágúst Magni með hanskana, Ingvar úti í á að slá og pub-quizið hans Tómasar (í hverju ég tapaði fyrir mömmu, Gumma frænda, Ólöfu og Ástu Júlíu) hjálpaði líka til.

Að þessu sinni verður stoppað á höfuðborgarsvæðinu fram yfir helgi áður en farið verður í næstu bústaðarferð. Tíminn er nýttur vel í að hitta vini og félaga. Ég hitti Kársnesdrottningar á mánudaginn og ætla að hitta Eggertsgötugyðjur annað kvöld. Ég er svo rík.

Kjartan greyið nýtir hins vegar tíman í hið óyfirstíganlega verk að gera við bílinn sem er í einvherju skralli. Hann er svo duglegur.... karlmannlegur og skítugur.

1 comment: