Thursday, May 28, 2009

Í fæðingarorlofi

Ósköp eru morgnarnir erfiðir þegar maður er í fæðingarorlofi. Þegar maður er í vinnunni er ekki sá möguleiki að sitja og gúffa í sig allan morguninn. Þegar maður er í fæðingarorlofi virðist maður geta borðað endalaust fram að hádegi. Ég reyni að borða morgunmat og halda mig svo við ávexti fram að hádegi en stundum laumast eitthvað annað upp í mig. Ekki súkkulaði eða kex, svoleiðis óværa er ekki til á mínu heimli, en eitthvað annað sem betra væri að láta í friði. Svo hugsa ég um það allan morguninn hvað ég ætla að fá mér í hádegismat. Alltaf hollt og gott en ég er ekki rónni fyrr en það er komið á diskinn. Svo er ég líka yfirleitt góð, þarf ekki að vera með mat á heilanum eftir það.

No comments:

Post a Comment